Hvernig á að velja rétta rafbílinn
Þegar kemur að innkaupum á bíl er margt sem þarf að íhuga. Meðal annars þetta hefðbundna eins og stærð farangursrýmis, hversu rúmgóður er bíllinn fyrir farþega, hversu vel er bíllinn búinn af þægindum, o.þ.h. Þegar kemur að rafbílum þarf hins vegar að íhuga nokkur viðbótaratriði, meðal annars hversu langt þeir komast á einni hleðslu við mismunandi aðstæður og hversu fljótir þeir eru að hlaða.
Það fyrsta sem þarf að huga að er hver er þörfin? Er verið að leita að eina bíl fjölskyldunnar eða aukabíl í innanbæjarsnattið.
Auðveldasta leiðin til að meta hver þörfin er að halda akstursdagbók í tvær til fjórar vikur, punkta hjá sér fjölda ekinna kílómetra í einu. Hversu langt er ekið á venjulegum degi, og hver eru frávikin. Margir ofmeta aksturinn og telja að ekið sé lengra en í raun er gert.
Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir er hægt að skoða bíla. Gott er að kynna sér reynslusögur annara og margir hópar eru á Facebook þar sem hægt er að leita ráða.
Drægi bíla er mismunandi og misjafnt er eftir bílum hverslu mikið dægið minnkar í vetrarakstri. Nýrri bílar eru sparneytnari heldur en eldri árgerðir.
Annað sem þarf að hafa í huga er hleðsla, hversu hratt getur bíllinn hlaðið, getur hann nýtt sér hraðhleðslustöðvar? Þarft þú hraðhleðslumöguleika?