Almennings hleðslustöðvar

ON er með hraðhleðslustöðvar um land allt. Auk þess sem á mörgum stöðum er einnig hæghleðsla. ON hefur sett upp hleðslustöðvar við hringveginn.

 

Til að nota stöðvar ON þarf að nota lykil sem þeir gefa út. Ekki er hægt að staðgreiða.

 

Auðveldast er að nota app frá ON til að finna stöðvar.

Nánari upplýsingar á vef ON

Stöðvar Ísorku eru fjölmargar um land allt. Hægt er að sækja um lykil hjá þeim sem veitir afslátt af verði, greiða með appi eða staðgreiða, en til þess þarf nettengdan snjallsíma.

 

Bestu upplýsingar um staðsetningar stöðva er í Ísorku appinu.

 

Greiðslulyklar Ísorku virka einnig á fjölmargar stöðvar víða um Evópu.

Orkusalan gaf öllum sveitafélögum á landinu eina hleðslustöð. Mörg sveitafélög hafa sett upp sínar stöðvar, sumar stöðvar eru gjaldfrjálsar aðrar ekki. Flestar þeirra eru skráðar á síðuna PlugShare.

Vefsíðan PlugShare veitir upplýsingar um fjölmargar hleðslustöðvar. Þessi síða er þó aðeins eins góð og upplýsingarnar sem settar eru inn á hana. Ekki er öruggt að allar hleðslustöðvar séu skráðar.