Rafbílar

Þegar kemur að innkaupum á bíl er margt sem þarf að íhuga. Meðal annars þetta hefðbundna eins og stærð farangursrýmis, hversu rúmgóður er bíllinn fyrir farþega, hversu vel er bíllinn búinn af þægindum, oþh.  Þegar kemur að rafbílum þarf hins vegar að íhuga nokkur viðbótaratriði, meðal annars hversu langt þeir komast á einni hleðslu við mismunandi aðstæður og hversu fljótir þeir eru að hlaða.

Björn Nyland er Norðmaður sem hefur verið duglegur að gera samanburð á rafbílum. Hann prófar rafbílana í Noregi þar sem aðstæður eru að mörgu leyti svipaðar og á Íslandi. Í myndbandinu hér fyrir neðan (á ensku) ber Björn saman nýja rafbíla 2018 og gefur þeim einkunn.

Myndbandið hjá Björn hér að ofan ber saman drægni rafbíla miðað við uppgefna drægni frá framleiðanda. Það getur samt verið mismunandi milli rafbíla hversu mikið drægni þeirra minnkar við vetraraðstæður. Í umfjölluninni hér að neðanensku eða norsku) er drægni nýrra rafbíla 2018 borin saman við vetraraðstæður í Noregi. Einnig eru dregnar fram tölulegar upplýsingar fyrir rafbílana sem prófaðir voru, s.s. Nissan Leaf, Hyundai Ioniq EV, Volkswagen e-Golf, BMW i3 og Opel Ampera-e

\"\"

Rafbílar eru bornir saman á mjög ýtarlegan hátt hjá norsku rafbílasamtökunum. Mjög nytsamlegt er að skoða áætlaða norska sumar og vetrardrægni á rafbílunum, sem væri hægt að heimfæra á Íslenskar aðstæður.  Einnig eru linkar á reynsluakstursmyndbönd fyrir flesta bílana.

\"\"

Sumarið 2017 var fest á filmu langkeyrsluprófun á Renault Zoe og Hyundai Ioniq milli Reykjavíkur og Akureyrar

Ef til vill er fyrsta spurningin þegar kemur að rafbíl, hentar rafbíll mér. Jói og Hulda velta þessari spurningu fyrir sér og geta ef til vill hjálpað einhverjum að svara þessari spurningu fyrir sjálfan sig.