Fundarboð – aðalfundur

Aðalfundur Rafbílasambands Íslands verður haldinn fimmtudaginn 26. október 2023 kl 19:00 í sal Maven, Höfðabakka 9, Reykjavík, 5. hæð til vinstri.
Dagskrá aðalfundar verður skv. lögum félagsins:
Skýrsla stjórnar.
Reikningar bornir upp til samþykktar
Kosning stjórnar og varamanna
Lagabreytingar
Önnur mál

Þeir einir njóta atkvæðisréttar sem eru skuldlausir við sambandið á aðalfundi.
Framboð til stjórnarkjörs skulu berast stjórn skriflega þremur sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar, á netfangið rafbilasamband@rafbilasamband.is
Frambjóðendur skulu tilgreina embætti sem sóst er eftir.
Lagabreytingartillögum skal skilað á rafbilasamband@rafbilasamband.is ekki síðar en þremur sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar.

Stjórn Rafbílasambands Íslands