Heimahleðsla

Allt sem þú þarft að vita um heimahleðslu

Sérbýli

Fyrir þá sem búa í sérbýli þarf ekki að semja við neinn, annað hvort setja upp hleðslustöð eða nota tengil. Athugið þó að áður en farið er af stað að fá rafvirkja í málið. Ef verið er að hlaða rafbíl á tengli sem þolir ekki álagið er mikil eldhætta. Þó getur í einstaka tilfellum að huga að álagsstýringu í raðhúsum ef rafmangsinntak er sameiginlegt.

Fjölbýli

Í fjölbýlum vandast málið. Ekki er ráðlagt að hver setji upp hleðslustöð fyrir sig, það er ávísun á vandamál síðar meir.

 

Huga þarf að álagsstýrðu kerfi sem nær til allra íbúða hússins. Slík kerfi eru til og auðveldlega hægt að setja þau upp þannig að þau stækki með fjölgun rafbíla í húsinu.

 

Vandamálið er að oft er ekki sátt um að leggja í kostnað við slík kerfi, þar þyrftu að koma til styrkir frá ríki eða sveitafélögum.