Algengar spurningar

Hérna munum við halda áfram að taka saman helstu spurningar sem brenna á fólki þegar kemur að rafbílaeign.

Einnig viljum við benda á Rafbílahlaðvarpið þar sem finna má samtöl við fjölda fagfólks sem koma að rafbílavæðingunni á einn eða annan hátt. Hlaðvarpið er aðgengilegt á Apple Podcast, Google Podcast, Spotify og Youtube.

Þegar kemur að innkaupum á bíl er margt sem þarf að íhuga. Meðal annars þetta hefðbundna eins og stærð farangursrýmis, hversu rúmgóður er bíllinn fyrir farþega, hversu vel er bíllinn búinn af þægindum, o.þ.h.  Þegar kemur að rafbílum þarf hins vegar að íhuga nokkur viðbótaratriði, meðal annars hversu langt þeir komast á einni hleðslu við mismunandi aðstæður og hversu fljótir þeir eru að hlaða.

Það fyrsta sem þarf að huga að er hver er þörfin? Er verið að leita að eina bíl fjölskyldunnar eða aukabíl í innanbæjarsnattið.

Auðveldasta leiðin til að meta hver þörfin er að halda akstursdagbók í tvær til fjórar vikur, punkta hjá sér fjölda ekinna kílómetra í einu. Hversu langt er ekið á venjulegum degi, og hver eru frávikin. Margir ofmeta aksturinn og telja að ekið sé lengra en í raun er gert.

Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir er hægt að skoða bíla. Gott er að kynna sér reynslusögur annara og margir hópar eru á Facebook þar sem hægt er að leita ráða.

Drægi bíla er mismunandi og misjafnt er eftir bílum hverslu mikið dægið minnkar í vetrarakstri. Nýrri bílar eru sparneytnari heldur en eldri árgerðir.

Annað sem þarf að hafa í huga er hleðsla, hversu hratt getur bíllinn hlaðið, getur hann nýtt sér hraðhleðslustöðvar? Þarft þú hraðhleðslumöguleika?

Þú hefur úr mörgu að velja þegar kemur að því að hlaða rafbílinn þinn en valið getur mótast af því hvað fellur best inn í þína daglegu rútínu eða hvað hentar best þínum þörfum hverju sinni.

Heimahleðsla er algengasta, þægilegasta og hagkvæmasta leiðin til að hlaða rafbílinn. Þessi leið er ekki enn í boði fyrir alla en hleðslustöðvar fyrir almenning inni í íbúðarhverfum eru að verða algengari. Ekki er mælt með því að nota venjulega innstungu við hleðslu rafbíla og tengiltvinnbíla, þar sem þær eru ekki hannaðar fyrir svona mikið afl í þann tíma sem það tekur að hlaða rafbíl sem getur valdið skemmdum eða bruna. Einnig tekur hleðsla úr innstungu lengri tíma en með heimahleðslustöð. Oft eru í boði opinberir styrkir við uppsetningu en það ræðst þó af búsetu. Þegar hún hefur verið sett upp þarf ekki annað en að tengja rafbílinn við hana þegar komið er heim úr vinnu og bíllinn er fullhlaðinn að morgni.

Hleðsla á vinnustað
Stöðugt fleiri fyrirtæki nýta sér opinbera styrki til að setja upp hleðslustöðvar og bjóða starfsmönnum sínum upp á hleðslu á rafbílum á vinnustað. Þetta eru góð tíðindi fyrir þær milljónir rafbílaeigenda sem geta á þægilegan hátt hlaðið rafbíla sína fyrir utan vinnustaðinn meðan þeir eru í vinnu.

Hleðsla á almenningshleðslustöðvum
Núorðið er komið upp víðtækt net hleðslustöðva, ekki síst á miðborgarsvæðum. Sum raforkufyrirtæki bjóða þjónustu sína á landsvísu en aðrir einbeita sér að tilteknum svæðum. Margar hleðslustöðvar bjóða upp á ókeypis hleðslu en í öðrum, sérstaklega meðalhröðum og hraðhleðslustöðvum, þarf að greiða fyrir hleðsluna. Einnig er að finna hleðslustöðvar á mörgum bensínstöðvum og þjónustustöðum við þjóðvegina sem hentar þeim sem þurfa að fara um lengri veg.
Hvernig finn ég næstu almenningshleðslustöð?
Hægt er að hlaða niður smáforritum á farsímann með sérstökum kortum með samþjöppuðum gögnum. Þau sýna allar hleðslustöðvar á tilteknu svæði. Þú sérð því alltaf undir eins hvar næsta hleðslustöð er.

Þú hefur úr mörgu að velja þegar kemur að því að hlaða rafbílinn þinn en valið getur mótast af því hvað fellur best inn í þína daglegu rútínu eða hvað hentar best þínum þörfum hverju sinni.

Heimahleðsla er algengasta, þægilegasta og hagkvæmasta leiðin til að hlaða rafbílinn. Hún krefst bílastæðis sem fylgir húsinu en hleðslustöðvar fyrir íbúðarhúsnæði við götur eru einnig að verða algengari. Einnig þarftu heimahleðslustöð ef þú átt hana ekki þegar. Oft eru í boði opinberir styrkir við uppsetningu en það ræðst þó af búsetu. Þegar hún hefur verið sett upp þarf ekki annað en að tengja rafbílinn við hana þegar komið er heim úr vinnu og bíllinn er fullhlaðinn að morgni.

Hleðsla á vinnustað
Stöðugt fleiri fyrirtæki nýta sér opinbera styrki til að setja upp hleðslustöðvar og bjóða starfsmönnum sínum upp á hleðslu á rafbílum á vinnustað. Þetta eru góð tíðindi fyrir þær milljónir rafbílaeigenda sem geta á þægilegan hátt hlaðið rafbíla sína fyrir utan vinnustaðinn meðan þeir eru í vinnu.

Hleðsla á almenningshleðslustöðvum
Núorðið er komið upp víðtækt net hleðslustöðva, ekki síst á miðborgarsvæðum. Sum raforkufyrirtæki bjóða þjónustu sína á landsvísu en aðrir einbeita sér að tilteknum svæðum. Margar hleðslustöðvar bjóða upp á ókeypis hleðslu en í öðrum, sérstaklega meðalhröðum og hraðhleðslustöðvum, þarf að greiða fyrir hleðsluna. Einnig er að finna hleðslustöðvar á mörgum bensínstöðvum og þjónustustöðum við þjóðvegina sem hentar þeim sem þurfa að fara um lengri veg.
Hvernig finn ég næstu almenningshleðslustöð?
Hægt er að hlaða niður smáforritum á farsímann með sérstökum kortum með samþjöppuðum gögnum. Þau sýna allar hleðslustöðvar á tilteknu svæði. Þú sérð því alltaf undir eins hvar næsta hleðslustöð er.

Hvort sem þú vilt hlaða rafbílinn þinn heima, í vinnunni eða á almenningsstöð, þá er eitt nauðsynlegt: innstunga hleðslustöðvarinnar þarf að passa við innstungu bílsins þíns. Þessar fjórar gerðir af innstungum eru algengastar, tvær fyrir riðstraum (AC) sem leyfa hleðslu allt að 43 kW og tvær fyrir jafnstraum (DC) sem leyfa hraðhleðslu allt að 350 kW.

Byrjum á AC. Það eru tvær gerðir af AC innstungum:
Type 1 er einfasa og er staðalbúnaður fyrir rafbíla frá Ameríku og Asíu. Það gerir þér kleift að hlaða bílinn þinn með allt að 7,4 kW afli.
Type 2 innstungur eru ein- til þriggjafasa innstungur sem geta hlaðið með allt að 22 kW afli.

Tvær gerðir af innstungum eru til fyrir DC hleðslu:
CHAdeMO er hraðhleðslukerfi sem var þróað í Japan og gerir ráð fyrir mjög mikilli hleðslugetu sem og tvíátta hleðslu. Eins og er eru asískir bílaframleiðendur leiðandi í því að bjóða upp á rafbíla sem eru nýta CHAdeMO tengi. Hægt er að hlaða allt að 100 kW í gegnum tengið.
CCS (Combined Charging System)) er endurbætt útgáfa af Type 2 innstungunni, með tveimur auka pinnum fyrir hraðhleðslu. Það styður DC hleðslu með allt að 350 kW afli.

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation.