Samkvæmt tísti á Tvitter frá Elon Musk, forstjóra Tesla bílaframleiðandans, þá er Tesla væntanlega á leiðinni til Íslands. Tesla eigendur á Íslandi hafa beðið um í áraraðir að fá Tesla þjónustuverkstæði til Íslands, og nú virðist draumurinn loksins vera í sjónmáli. Hingað til hefur þjónustuaðili frá Tesla flogið til Íslands frá meginlandi Evrópu til að sinna minniháttar skoðunum og viðhaldi, á kostnað íslenskra Tesla bíleigenda. Fyrir meiriháttar bilanir hefur þurft að senda bílana til Þýkalands á Tesla þjónustuverkstæði, einnig á kostnað bíleigenda. Þetta fyrirkomulag hefur verið íþyngjandi fyrir marga íslenska Tesla eigendur, en hefur einnig almennt verið hindrun fyrir að Íslendingar kaupi Tesla bíla.
Nokkrir miðlar fjalla um málið.
http://nutiminn.is/johann-fekk-svar-vid-spurningunni-sinni-a-twitter-fra-sjalfum-elon-musk-fer-i-malid/
Tesla to accelerate its market entry in Iceland, says Elon Musk
Nokkrir íslendingar hafa verið ötulir í gegnum árin að vekja athygli Tesla á Íslandi, og eflaust eru viðbrögð Musk nú árangurinn af þeirri vinnu. Tesla eigendur á Íslandi gerðu einnig áróðursmyndband á seinasta ári þar sem þeir hvöttu Tesla til að opna þjónustuverkstæði á Íslandi
Ef til vill er bjartsýni að hrósa sigri eingöngu út af einu tísti forstjóra Tesla, en Musk hefur þó tístað áður við svipað tilefni þegar Portúgal var með svipaðan áróður til Tesla fyrir um tveimur árum síðan. Tesla brást í kjölfarið hratt við og um 18 mánuðum seinna var búið að opna Tesla þjónustuverkstæði í Portúgal, sjá frétt electrec.co hér að neðan.