Með rafbílum koma ný hugtök, eitt þeirra er notað yfir rýmd á rafhlöðunni og annað er notað yfir afl, bæði afl bílsins og það afl sem nota má til að hlaða hann. Þessi hugtök eru keimlík og getur verið erfitt að átta sig á því hvort þýðir hvað og hvenær á að nota þau.
Þegar þú kaupir eldsneyti, orku, á hefðbudinn bíl er það magn er í lítrum, þegar þú greiðir fyrir eldsneytið greiðir þú ákveðna krónutölu á lítra. Í rafbílum ertu að kaupa orkuna sem kílóvattstundir (kWh eða kWst). Mismunandi er eftir bílum hversu langt er hægt að fara á lítranum eða kílóvattstundinni, þó er algengt að lítrinn skili meðalstórum nýlegum fólksbíl 15-20km og kílóvattstundin skili svipuðum rafbíl 5-7km. En að snúa þess svona er ekki kunnulegt fyrir okkur hér á landi, hér tölum við yfirleitt um lítra á hundraðið og því hentar mörgum betur að tala um kWh/100km.
kW eru í raun kWh/h, kílóvattstundir á klukkustund og er stytt niður í kW. kW lýsa streymi rafeindanna frá hleðslustöðinni og í rafhlöðuna þegar hlaðið er. 22kW þýðir að á einni klukkustund myndu 22kWh bætast á rafhlöðuna. Eða 11kWh ef hlaðið er í hálfa klukkustund.