Útgefið efni Rafbílasambandsins

Bílaleigubílar - áætlun um rafbílavæðingu

Í mars og apríl 2019 unnum við að nánari útfærslu nýskráningarskyldu raf-bílaleigubíla.

 •  Nýskráningarskylda bílaleigubíla
 •  Uppbygging hleðsluinnviða
 •  Raforkuframleiðsla
 • Loftslagslegur ávinningur
 • Styrkveitingar

Höfundar ályktunarinnar eru:

Stefán Birnir Sverrisson

Jóhann G. Ólafsson

Hulda Mjöll Þorleifsdóttir

Raforkuþörf orkuskipta í samgöngum

Í febrúar 2019 unnum við greiningu á raforkuþörf orkuskipta í samgöngum.

 • Raforkuþörf rafbílaflota framtíðarinnar
 • Settum upp reiknilíkan
 • Raforkuþörf fyrir fólksbíla og bílaleigubíla
 • Raforkuþörf fyrir stærri bíla
 • Aðrir orkugjafar
 • Raforkunetið
 • Heildarorkuþörf 2030 og til frambúðar

Höfundar ályktunarinnar eru:

Stefán Birnir Sverrisson

Jóhann G. Ólafsson

Hulda Mjöll Þorleifsdóttir

Ályktun Rafbílasambands Íslands í tilefni af aðgerðaáætlun
stjórnvalda í loftlagsmálum

Í október 2018 unnum við að ályktun í tilefni að aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftlagsmálum.  Ályktunina okkar sendum við inn í samráðsgátt stjórnvalda og vonum við að íslensk stjórnvöld taki vel í tillögur okkar.

Ályktunina í heild er að finna hér fyrir neðan en helstu tillögur okkar í ályktuninni eru:

 

 •  Breyting á ívilnun vegna rafbíla, ívilnun verði tengd rafhlöðustærð, og lækki með fjölda rafbíla þar til engin ívilnun er á þeim lengur.
 • Hækkun á aðflutningsgjöldum allra bíla með skráða losun meiri en 0 gr. Einnig leggjum við til að vörugjöld hækki jafnt og þétt til að verðleggja jarðefnaeldsneytisbíla út af markaði.
 • Jarðefnaeldsneytisbílar teknir úr vísitölu og rafbílar settir inn í staðin.
 • Styrkir vegna uppsetningar hleðslulausna í fjölbýlum.
 • Veggjald þarf að færa úr eldlsneytiskostnaði og hafa kílómetragjald fyrir  alla bíla, jafnvel stighækkandi gjald eftir þyngd bíls.
 • Kolefnisgjald á eldneyti má ekki hækka of hratt, það bitnar mest á tekjulægri hópum.

Höfundar ályktunarinnar eru:

Jóhann G. Ólafsson

Stefán Birnir Sverrisson

Hulda Mjöll Þorleifsdóttir