Hvenær þarf að endurnýja rafhlöðu á rafbíl?

Algeng spurning þeirra sem íhuga rafbílakaup er hvenær endurnýja þurfi rafhlöðu rafbíls. Það er skiljanlegt að margir velti þessu fyrir sé því öll höfum við jú einhverja reynslu af rafhlöðum, hvort sem það er í farsímanum, fartölvunni, eða öðrum rafhlöðuknúnum tækjum á heimilinu. Flest þessara tækja enda rafhlöður sínar ekki í mjög mörg ár. Rafhlöður í rafbílum endast þó yfirleitt mun lengur en í smærri rafhlöðuknúnum tækjum. Ein ástæða er að allir nútíma rafbílar eru knúnir Lithium-Ion rafhlöðum sem almennt endast betur en aðrar rafhlöður og er hægt að hlaða Lithium-Ion tiltölulega oft áður en rýmd þeirra hnignar að einhverju marki.  Önnur ástæða er að almennt eru betri BMS (Battery Management System) kerfi í rafbílum en hefðbundnum raftækjum. BMS kerfi sér til þess að rafhlöðurnar verði ekki of heitar né kaldar, séu ekki hlaðnar of hratt og ekki afhlaðnar of hratt.

Góður mælikvarði á hversu lengi rafhlöður endast í rafbílum er að skoða hversu góða ábyrgð rafbílaframleiðendur bjóða.  Almennt er ábyrgðin 5-10 ár, 100.000 – 200.000 kílómetra keyrsla, hvort sem kemur á undan.  Almennt er miðað við að rafhlaðan megi missa 30% af rýmd sinni innan ábyrgðarinnar. Taka skal fram að aðstæður á Íslandi eru sérstaklega hagstæðar fyrir rafhlöður þar sem ekki verður mjög kalt á veturnar né mjög heitt á sumrin, þannig gera má ráð fyrir að rafhlöður endist almennt lengur á Íslandi en annars staðar þar sem eru meiri hitasveiflur. Taflan her að neðan sýnir rafhlöðuábyrgð þeirra rafbíla sem eru á Íslenskum bílamarkaði.

Tafla sem sýnir rafhlöðuábyrgð

Annar góður mælikvarði á hversu lengi rafhlöður rafbíla endast eru gögn yfir heilsu rafhlaðna í notuðum rafbílum. Tölfræði hefur verið byrt fyrir þá tvo rafbíla sem hafa verið lengst á markaðnum, Tesla Model S og Nissan Leaf.

\"\"

Gröf sem sýna ending rafhlaðna Nissan Leaf og Tesla Model S

Heimildir:

Nissan Leaf battery degradation data: 24 vs. 30 kWh batteries

Tesla battery degradation at less than 10% after over 160,000 miles, according to latest data

 

Það helsta sem almennt er haft áhyggjur af í viðhaldi er rafmagnsbíla er rafhlaðan, því að í fortíðinni entust rafhlöður ekki lengi, dæmigerð ending 3-6 ár. Þetta vandamál er hins vegar úr sögunni með tilkomu Litium rafhlaðanna sem hafa verið settar í alla rafbíla seinustu ár. Til marks um það eru flestir rafbílaeigendur nú að bjóða 8 ára ábyrgð á rafhlöðum sínum. Nissan býður nú 8 ára ábyrgð eða 100.000 kílómetra keyrslu. Tesla býður 8 ára ábyrgð á allri drifrásinni, þar með talið rafhlöðunni, og ótakmarkaða keyrslu á þessum átta árum. Til dæmis tilvalið fyrir leigubíla sem keyra 50-100 þúsund  kílómetra á ári.  Kia er með 7 ára eða 150.000 km ábyrgð á sínum rafbílum, í Bandaríkjunum er þessi ábyrgð 10 ár eða 100.000 mílur.  Því má reikna með að gert sé ráð fyrir að rafhlaðan endist í amk 15 ár.